Vestri fer í Mosfellsbæinn

Frá leik Vestra fyrr í sumar. Mynd úr safni.

Næsti viðkomustaður meistaraflokks Vestra er Mosfellsbær, en liðið leikur við Aftureldingu á morgun í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Einungis eitt stig og eitt sæti skilur liðin að, Vestri er í 5. sæti með 13 stig og Afturelding er í 6. sæti með 12 stig og því afar mikilvægt fyrir Vestramenn að ná hagstæðum úrslitum í Mosfellsbænum eigi liðið ekki að sogast niður í miðjumoð deildarinnar. Liðsmenn Aftureldingar eru án vafa fullir sjálfstrausts eftir síðustu umferð þegar liðið sigraði Hött 3-0 á útuvelli. Vestramenn áttu aftur á móti slæman dag á Torfnesinu þegar liðið tapaði 4-2 fyrir Njarðvík.

Leikurinn á morgun er á Varmárvelli og hefst kl. 16.

DEILA