Vestfirskar kirkjur í brennidepli

Saurbæjarkirkja á Rauðasandi.

Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag bjóða til málstofu og opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á mánudag eftir viku.

Tilefnið er að út eru komin þrjú ný bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands – hið tuttugasta og sjötta, sjöunda og áttunda – í ritröðinni Kirkjur Íslands.

Í bindunum þremur, sem nú koma út, er fjallað um 28 friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi: Bíldudalskirkju, Brjánslækjarkirkju, Eyrarkirkju á Patreksfirði, Gufudalskirkju, Hagakirkju, Sauðlauksdalskirkju, Saurbæjarkirkju á Rauðasandi, Selárdalskirkju, Staðarkirkju á Reykjanesi og Stóra-Laugardalskirkju. Holtskirkju í Önundarfirði, Hólskirkju í Bolungarvík, Hrafnseyrarkirkju, Hraunskirkju í Keldudal, Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal við Önundarfjörð, Mýrakirkju í Dýrafirði, Staðarkirkju í Staðardal við Súgandafjörð, Sæbólskirkju á Ingjaldssandi og Þingeyrarkirkju. Eyrarkirkju í Seyðisfirði, Furufjarðarbænhús, Nauteyrarkirkju, Staðarkirkju í Aðalvík, Staðarkirkju í Grunnavík, Súðavíkurkirkju, Unaðsdalskirkju, Vatnsfjarðarkirkju og Ögurkirkju.

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum.

DEILA