Tígur bauð lægst í lagningu útrásar

Gera á skurk í frárennslismálum Seljalandshverfisins.

Í gær voru opnuð tilboð í lagningu útrásar neðan við Seljaland á Ísafirði. Útrásin sinnir fráveitu frá Seljalandshverfinu. Tígur ehf.  bauð 19,6 milljónir kr. og tilboð Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. hljóðaði upp 29 milljónir kr. Kostnaðaráætlun Ísafjarðarbæjar er 25,8 milljónir kr. og tilboð Tígurst því 75 prósent af kostnaðaráætlun og tilboð Gámaþjónustunnar 112 prósent af áætluninni.

DEILA