Stöðvi útgáfu laxeldisleyfa

Erfðanefnd­ land­búnaðar­ins hefur þung­ar áhyggj­ur af stöðu ís­lenskra laxa­stofna vegna mögu­legra áhrifa lax­eld­is í sjókví­um með stofni af er­lend­um upp­runa. Nefndin ráðleggur stjórnvöldum að stöðva útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum a.m.k. þar til nánari  þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifum núverandi eldis í sjó að meðtöldu því sem þegar hefur verið leyft. Forgangsaðgerðir í þessu skyni eru vöktun á hlutdeild eldislaxa í laxám á og við fiskeldissvæði ásamt vöktun á erfðablöndun.

Með hliðsjón af al­mennri stöðu þekk­ing­ar um áhrif eld­islaxa á villta laxa­stofna og varúðarreglu sam­kvæmt 9. grein nátt­úru­vernd­ar­laga þá leggst nefnd­in gegn notk­un á frjó­um, norsk­um eld­islaxi í sjókvía­eldi við Íslands­strend­ur. Nefnd­in tel­ur að eldi á frjó­um laxi í sjókví­um geti valdið óaft­ur­kræf­um breyt­ing­um á erfðasam­setn­ingu ís­lenskra laxa­stofna með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um.

Að mati nefnd­arinnar getur óbreytt stefna ekki samrýmst mark­miðum laga um fisk­eldi, laga um nátt­úru­vernd og samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um líf­fræðilega fjöl­breytni sem legg­ur áherslu á að vernda líf­ríki á öll­um skipu­lags­stig­um þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem líf­ríkið býr yfir.
Erfðanefnd­ar land­búnaðar­ins hef­ur það að meg­in­hlut­verk að vinna að varðveislu og sjálf­bærri nýt­ingu erfðaauðlinda í land­búnaði.

DEILA