Starfsleyfistillaga fyrir 6.800 tonna laxeldi

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Samkvæmt tillögunni er Arctic Sea Farm heimilt að framleiða laxinn í kynslóðaskiptu eldi í tveimur sjókvíaeldisstæðum. Annars vegar við Kvígindisdal í Patreksfirði og hins vegar við Akravík í Tálknafirði. Hámarksframleiðsla á hvorum stað er 3.400 tonn á ári.

Arctic Sea Farm hf. fór í sama umhverfismat Fjarðalax ehf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu til 8. maí 2017. Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað.

DEILA