Slydda og snjókoma til fjalla

Vetur konungur er heldur þaulsætin þetta árið og nær væri að hann legðist í sumarhíði og hleypti sumrinu að. Á Vestfjörðum er spáð norðan 5-10 og skýjað með köflum en líkur á rigningu eða slyddu til fjalla í kvöld og á morgun. Hiti 4 til 7 stig en 0 til 4 stig í nótt.

Búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu á fjallvegum N-til á landinu fram eftir degi. Akstursskilyrði geta spillst og ökumönnum eindregið ráðlagt að búa sig miðað við aðstæður.

bryndis@bb.is

DEILA