Segir galið að banna reiðufé

Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir galið að banna fólki að stunda viðskipti sín á milli með lögeyri útgefnum af ríkinu sjálfu. Í morgun var kynnt skýrsla um aðgerðir gegn skattaundanskotum og meðal tillagna í henni er að dregið verði verulega úr notkun peningaseðla. Leggur starfshópurinn til að taka tíu þúsund króna seðla úr umferð sem fyrst, og fimm þúsund króna seðla í framhaldinu.

Teitur Björn skrifar á Facebook að mikilvægt sé að berjast gegn skattsvikum með öllum tilhlýðilegum ráðum. Hann telur besta ráðið vera lága skatta og að kerfið verði gegnsætt og skilvirkt.

DEILA