Samið við Gröfuþjónustu Bjarna

Einn göngustíganna verður í Tungudal.

Gengið verður til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna efh. um lagningu göngustíga í Ísafjarðarbæ. Fjögur tilboð bárust í verkið og var tilboð Gröfuþjónustu Bjarna lægst, eða 22,7 milljónir kr. Kostnaðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á 18,7 milljónir kr. Meðal annars á að gera göngustíg frá Tunguhverfi á Ísafirði upp Tungudal og endar stígurinn við skíðaskálann. Einnig á að gera nokkra stígar innan byggðarinnar á Ísafirði til að auðvelda og stytta gönguleiðir. Að endingu á að gera göngustíg ofan byggðarinnar á Suðureyri.

DEILA