Reykhólahreppur fagnar þrítugsafmæli

Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson.

Á þriðjudaginn næsta fagnar Reykhólahreppur 30 ára afmæli sveitarfélagsins og þessum merku tímamótum verður fagnað í Hvanngarðsbrekku á Reykhólum. Hinn upphaflegi Reykhólahreppur rekur sögu sína miklu lengra aftur en hreppurinn náði frá Kambsfjalli vestur að Múlaá í Þorskafirði. Þann 4. júlí 1987 sameinuðust allir hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu undir nafni Reykhólahrepps. Hinir fjórir voru Geiradalshreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur.

Hátíðarhöldin á þriðjudaginn hefjast kl. 17 og standa fram eftir kvöldi en dagskráin er svohljóðandi:

  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri setur samkomuna
  • Grill að hætti hreppsnefndar; grillkjöt, kartöflusalat, hrásalat, sósa og meðlæti. Drykkir á staðnum
  • Brekkusöngur
  • Karl Kristjánsson varaoddviti les upp ágrip af sögu sveitarfélagsins
  • Tónlistaratriði
  • Leikskólalögin
  • Gamanmál og grín – 3 aðfluttir sveitungar segja frá fyrstu kynnum sínum af sveitinni, fólkinu og samfélaginu
  • Nammitrúðarnir færa börnunum sápukúlur og sleikjó
  • Vilberg Þráinsson oddviti slítur samkomunni en afmælisgestum er frjálst að sitja í brekkunni áfram
DEILA