„Ókrýndur meistari hinnar óbeizluðu hugsunar“

Eiríkur Örn Norðdahl.

„Með Óratorreki gerist Eiríkur Örn ókrýndur meistari hinnar óbeizluðu hugsunar í íslenskum ljóðaskáldskap. Að vísu hefur samkeppnin daprast, eftir að þá Steinar Sigurjónsson og Dag Sigurðarson leið. Óbeizluð hugsun? Hugsun sem fer á flug – hugarflug,“ svo hefst glimrandi ritdómur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram um Óratorrek eftur Eirík Örn Norðdahl.

Jón Baldvin og Bryndís krýna Eirík Örn sem meistara hinnar óbeisluðu hugsunar.

„Engum nema meistara hugarflugs og ímyndunarafls dytti í hug að fjalla um fjörbrot kapítalismans og kebab í sömu setningunni. Það gerir Eiríkur Örn og vekur upp löngun í kebab,“ skrifa hjónin og af heilsufarsástæðum vara þau við að lesa meira en eitt ljóð í einu. „Það getur haft ófyrirséðar aukaverkanir, eins og jafnvægisleysi eða vott af svima – eða vantrú á framtíð mannkynsins.

 

 

DEILA