Meiri ýsukvóti sérstakt ánægjuefni

Örn Pálsson. Mynd: visir.is

Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir ráðgjöf Hafrannsókna stofnunar um aukinn ýsukvóta sérstaklega ánægjulega og í takt við það sem smábátasjómenn hafa upplifað. Hafrannsóknastofnun mælir með 41 þúsund tonna ýsukvóta á næsta fiskveiðiári, sem er fimmtungi meiri kvóti en á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt veiðiráðgjöfinni verður þorskkvótinn 257 þúsund tonna og eykst um 6 prósent. Hvað þorskinn varðar minnir Örn á að landssambandið hafi gagnrýnt í fyrra að kvótinn hafi ekki verið hærri, þar sem meðalþyngd nokkurra árganga hafi verið vanmetin. Það hafi nú komið í ljós. „Þess vegna er innistæða töluverð innistæða fyrir meiri veiði. Ef farið hefði verið að okkar tillögum í fyrra hefðum við verið að veiða í ár 273 þúsund tonn, sem er um 30 þúsund tonnum meira en við erum að veiða í dag,“ segir í hann í samtalið við fréttastofu RÚV.

Það hefði svo þýtt að ráðgjöf næsta árs hefði verið 25 þúsund tonnum meiri. Örn bendir á að þorskstofninn nú sé sá stærsti frá árinu 1980 og hrygningarstofninn sé sá stærsti frá árinu 1960. „Við teljum að það sé innistæða fyrir meira kvóta og vonum að ráðherrann muni skoða það að bæta enn betur við.“

DEILA