Í för með Ferðafélagi Ísfirðinga

Barði Ingibjartsson fararstjóri segir göngumönnum til

Næstkomandi laugardag ætlar Ferðafélag Ísfirðinga að ganga um gamla reiðleið yfir Selárdalsheiði, á milli Selárdals í Arnarfirði og Krossadals í Tálknafirði og það er Úlfar B. Thoroddsen sem ætlar að stýra göngunni. Brottför frá Ísafirði er um kl. 7 og er reiknað með að göngufólk sameinist í bíla. Formaður félagsins mælist til að áhugasamir skrái sig hið fyrsta með því að senda tölvupóst á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com en nánar má lesa um ferðina á facebook síðu félagsins.

Fyrirhuguð er ferð á Hornstrandir frá 9. Júlí – 11. Júlí og er þá gengið Hesteyri-Sæból-Aðalvík og enn eru laus pláss í þá ferð, áhugasamir skulu senda tölvupóst á pernilla@gmail.com

Í ferðahandbók Ferðafélags Íslands má nálgast dagskrá Ferðafélags Ísfirðina en dagskrá sumarsins er metnaðarfull og fjölbreytt og hentar flestum.

Þess má geta að Höskuldur Marselíusarson birti skemmtilega ferðasögu í Viðskiptablaðinu um ferð Ferðafélags Ísfirðinga um Folafót sem farin var um miðjan maí.

DEILA