Innanlandsflugvellir verði fjárhagslega sjálfstæðir

Ísafjarðarflugvöllur. Mynd: Mats Wibe Lund.

Samgönguráðherra mun skipa starfshóp sem endurskoðar rekstrarfyrirkomulag flugvalla innanlands á grundvelli nýrrar skýrslu. Niðurstaða skýrsluhöfunda er að gera stærstu flugvellina fjárhagslega sjálfstæða þannig að notendagjöld flugvallanna endurspegli í auknum mæli raunkostnað við rekstur þeirra. Núverandi kerfi sé komið að þolmörkum. Samkvæmt skýrslunni greiddi ríkið tæpa tvo milljarða króna á síðasta ári til reksturs flugvalla og flugleiðsögukerfa. Skýrsluhöfundar leggja til að niðurgreiðsla ríkisins til innanlandsflugs verði óbreytt að krónutölu, en í stað þess að það fari beint til rekstur flugvalla, heldur komi til niðurgreiðsla til flugrekenda sjálfra eða notenda þjónustunnar.

Í skýrslunni segir að með því að gera rekstur flugvalla sjálfbæran verði opnað á þann möguleika að aðrir fái áhuga á að koma að rekstrinum og taka þátt í að byggja hann upp, t.d. einkaaðilar eða sveitarfélög.

DEILA