Hæg breytileg átt

Í dag verður ágætis veður á sunnan- og vestanverðu landinu á meðan fyrir norðan og austan er útlit fyrir þungbúið og fremur svalt veður. Á Vestfjörðum verður hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 6 til 11 stig, svalast á norðanverðum Vestfjörðum og á Ströndum. Þetta segir í pistli frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Á morgun verður allöflug lægð á Grænlandshafi sem mun halda að okkur hvössum vindi og rigningu á meðan mun úrkomuminna verður á Norður- og Austurlandi og hlýnar þar. Áfram suðlæg átt á miðvikudag með bjartasta og hlýjasta veðrinu fyrir norðan, en skýjað og væta á köflum syðra.

Gengur í suðaustan 8-15 með rigningu í nótt, fyrst suðvestantil, en mun hægari og þurrt austantil fram undir hádegi. Minnkandi úrkoma seint á morgun en bætir í vind, einkum um vestantil, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast nyrðra.

DEILA