Geymdu fíkniefnin í frystikistu

Héraðsdóm­ur Vest­fjarða hef­ur dæmt tvo karl­menn í átta mánaða skil­orðsbundið fang­elsi  fyr­ir að hafa haft í vörslu sinni 191,03 grömm af am­feta­míni sem voru ætluð til sölu­dreif­ing­ar og 7,8 grömm af marijú­ana.
Þeir játuðu báðir sök. Annar maðurinn sótti efnin til Reykjavíkur og keyrði með þau vestur á firði og hinn maðurinn tók við efnunum og geymdi þau í frystikistu í ótilgreindu húsnæði.

Ann­ar hinna ákærðu fram­vísaði efn­un­um við leit lög­regl­unn­ar. Hinn mann­anna sem um ræðir á nokk­urn saka­fer­il að baki sem nær aft­ur til árs­ins 2004. Hann hef­ur fjór­um sinn­um sætt refs­ingu vegna brota á lög­um um áv­ana- og fíkni­efni.

Ákærðu voru dæmdir til að greiða 94 þúsund kr. í sakarkostnað.

DEILA