Fleiri á faraldsfæti

Íbúar landsbyggðarinnar eru töluvert líklegri en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu til þess að ferðast innanlands í sumar eða 44% á móti 33%. Munur er á ferðahögum eftir tekjum og stjórnmálaskoðunum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun MMR.

Töluvert fleiri Íslendingar ætla að ferðast nú í sumar en hugðust gera það í fyrrasumar, eða 91% samanborið við 85% í fyrra. Aldurshópurinn sem líklegastur er til þess að ferðast bæði innan- og utanlands er 18-29 ára eða 94%.

Heimilstekjur hafa sömuleiðis áhrif á ferðalög en eftir því sem þær eru hærri, eru líkurnar á ferðalögum í sumar meiri. Þannig sögðust 85% þeirra með heimilistekjur undir 400 þúsund ætla að ferðast í sumarfríinu á meðan 95% þeirra með sem eru með milljón eða meira í heimilistekjur sögðust ætla að gera það sama.

Áætluð ferðalög fólks eru líka misjöfn eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Vinstri grænna var líklegast til þess að ferðast einungis innanlands í sínu sumarfríi eða 47%. Ólíklegastir til þess að ferðast utan lands eru þeir sem styðja Vinstri græn, Pírata og Viðreisn, með 10%. Þá er stuðningsfólk Samfylkingarinnar líklegast til að fara utan í fríinu eða tæp 19%.

DEILA