Dýrfirðingar hjóla hringinn

Stund milli stríða hjá þeim mæðgum.

WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi og hefur hún verið haldin árlega frá 2012. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Einnig er í boði að hjóla í sóló-flokk en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Í keppnina er hægt að skrá sig til leiks í þremur flokkum. A-flokkur 4ra mann liða, B-flokkur 10 manna liða og einstaklingsflokkur. Auk þess er sérflokkur fyrir lið Hjólakrafts sem heldur utan um yngslu keppendur WOW Cyclothon.

Og það er einmitt í liði Hjólakrafts sem þær eru í, mæðgurnar Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir og Lisbet Óla Jörgensen Steinsdóttir frá Þingeyri og rétt að minna á hægt er að heita á liðið þeirra hér.

Guðrún Snæbjörg segir að íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri sé í samtarfi við Hjólakraft og þannig hafi það nú komið til að þær létu slag standa og ætla að hjóla þessa litlu 1358 km í góðum hópi og safna fé til góðra málefna.

DEILA