Dró úr fjölgun ferðamanna

Rúm­lega 146 þúsund er­lend­ir ferðamenn fóru frá land­inu í maí síðastliðnum sam­kvæmt taln­ing­um Ferðamála­stofu í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar eða 22.000 fleiri en í maí á síðasta ári. Fjölg­un­in nem­ur 17,8% milli ára. Fjölg­un­in í maí­mánuði var minni en aðra mánuði þessa árs, en hún hafði verið frá 44,4% upp í 75,3% eft­ir mánuðum.

Frá ára­mót­um hafa um 752 þúsund er­lend­ir ferðamenn farið úr landi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 46,5% aukn­ing miðað við sama tíma­bil árið á und­an.

Bret­um fækk­ar milli ára

Banda­ríkja­menn voru 30% eða tæp­ur þriðjung­ur ferðamanna í maí og fjölg­ar veru­lega. Bret­ar komu þar næst­ir en at­hygli vek­ur að þeim fækk­ar tals­vert á milli ára, eða um 28%. Ann­ars var hlut­fall tólf fjöl­menn­ustu þjóðern­anna af heild­ar­fjölda í maí sem hér seg­ir:

  • Banda­rík­in 34,2%
  • Bret­land 7,8%
  • Þýska­land 7,4%
  • Kan­ada 6,2%
  • Frakk­land 5,2%
  • Svíþjóð 4,2%
  • Nor­eg­ur 3,7%
  • Pól­land 3,4%
  • Dan­mörk 3,1%
  • Hol­land 2,9%
  • Kína 2,6%
  • Finn­land 2,1%

Hlut­falls­leg sam­setn­ing ferðamanna hef­ur breyst nokkuð frá ár­inu 2013. Banda­ríkja­menn voru 29,1% af heild árið 2017 sem er mun hærra hlut­fall en á ár­un­um 2013-2016. Hlut­deild Breta var í kring­um 27-29% á ár­un­um 2013-2016 en fer niður í 21,8% árið 2017. Norður­landa­bú­ar voru 8,1% af heild árið 2017 en hlut­deild þeirra hef­ur lækkað jafnt og þétt síðustu ár. Hlut­deild Mið-og S-Evr­ópu­búa hef­ur verið svipuð á tíma­bil­inu 2013-2017 en hef­ur hækkað hjá þeim sem falla und­ir annað.

Um 52 þúsund Íslend­ing­ar fóru utan í maí eða 17,8% fleiri en í maí 2016. Frá ára­mót­um hafa um 227 þúsund Íslend­ing­ar farið utan eða 22,9% fleiri en á sama tíma­bili árið 2016.

 

DEILA