Áhyggjur af þróun heilbrigðiseftirlita

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsir áhyggjum af tilfærslu á verkefna heilbrigðisnefnda sveitarfélaga til ríkisstofnana. Í ályktun stjórnar segir að í þessu sambandi sé að nú við þinglok var horfið var frá tillögum um breytingar á málaflokknum, en þess í stað verði unnin nánari greining á verkaskiptingu. Stjórn Fjórðungssambandsins hvetur umhverfisráðuneyti að nýta þetta tækifæri til aukins samráðs með sveitarfélögunum um framtíðarfyrirkomulag í málaflokknum með í huga að efla starfsemi heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Í nýlegri ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða er lýst áhyggjum af þróun heilbrigðiseftirlits í landinu þar sem sífellt er dregið úr vægi starfsemi í héraði.

DEILA