Verkalýðsfélagið flytur

Verkalýðsfélagið opnar á mánudaginn í Neista.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga opnar nýja skrifstofu á mánudaginn í Hafnarstræti 9 (Neista). Verkalýðsfélagið og forverar þess hafa í 30 ár verið til húsa Pólgötu 2. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður félagsins, segir að húsnæðið hafi verið komið til ára sinna og ekki uppfyllt nútíma kröfur. „Við sáum fram á miklar og dýrar endurbætur og fengum Tækniþjónustu Vestfjarða með okkur í lið að verðmeta breytingarnar. Það kom í ljós að það var hagstæðara fyrir okkur að kaupa nýtt húsnæði. Við verðum núna með gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða en það var farið há okkur verulega að vera ekki með lyftu upp á aðra hæð í Pólgötunni,“ segir Finnbogi.

Verkalýðsfélagið er með Pólgötu 2 í söluferli og Finnbogi segir vonir standa til að það gangi upp.

DEILA