Sviptingar á fjölmiðlamarkaði

Forstöðumaður Félagsheimilis Bolungarvíkur og athafnamaðurinn Benni Sig hefur keypt ráðandi hlut í bolvíska blaðinu „Málgagninu“ sem Einar Geir Jónasson hefur ritstýrt sl. 5-6 ár. Mikill hallarekstur hefur verið á blaðinu síðustu ár en áskrifendur voru fámennur en dyggur hópur. Með þessu telur Einar Geir að megi endurskipuleggja alla innri vinnu blaðsins svo það megi vaxa og dafna.

Kaupverð fæst ekki uppgefið en það er vikari.is sem fjallar um málið.

Meðfylgjandi mynd er af undirskrift Benna Sig og Einars Geirs í GÍ á dögunum.

DEILA