Leigjendum fjölgar

 

Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði er fimm prósentustigum hærra en árið 2008. Þá voru 12 prósent á leigumarkaði en eru 17 prósent nú, segir í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála. 93% landsmanna telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi en hlutfallið var rúm 55% árið 2011.

Könnunin leiidi í ljós að fólk gæti lagt meiri pening fyrir en áður. Tæp 62% sögðust nú ná að safna talsverðu eða svolitlu sparifé samanborið við tæp 42% árið 2011, en leigjendur gætu síður safnað en eigendur. Þrátt fyrir að fleiri gætu lagt fyrir væri staðan erfið.

Í könnuninni var fólk spurt spurt hvers vegna það væri að leigja. Nær eingöngu tvær ástæður voru gefnar upp: Fólk hafði ekki efni á að kaupa eða það komst ekki í gegnum greiðslumat. Ástæður sem fólk gaf upp í sambærilegum könnunum sem Íbúðalánasjóður lét gera árin 2011 og 2013 eiga ekki lengur við og heyrðust ekki í könnuninni nú: Að óvissa væri á húsnæðismarkaði eða í þjóðfélaginu, það væri ódýrara að leigja, eða fólk væri búið að tapa miklu fé í núverandi eða fyrra húsnæði.

DEILA