Hvasst í dag

Frá Steingrímsfjarðarheiði.

Veðurstofan varar við stormi í dag við suðausturströndina, á Vestfjörðum og við norðurströnd landsins. Þá er búist við mikilli úrkomu á Austfjörðum og suðausturlandi, austan Öræfa, í dag.  kvöld er spáð austan 15-25 metrum á sekúndu, hvassast á annesjum norðantil og á Vestfjörðum. Hiti verður 0 til 10 stig í dag.

Á morgun lægir nokkuð, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Spáð er austan 8-15 metrum á sekúndu og talsverðri eða mikilli rigningu austanlands. Varað er við vatnavöxtum og leysingum á austanverðu landinu.

Á Vestfjörðum eru hálka á Gemlufallsheiði en snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði.   Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.

DEILA