Hvalaskoðun í Steingrímsfirði

Hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours sem er með höfuðstöðvar í Grundarfirði ætlar að færa út kvíarnar og bjóða upp á hvalaskoðun frá Hólmavík í sumar. Reglulegar ferðir verða farnar þrisvar sinnum á dag á tímabilinu frá 15. júní – 20. ágúst. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. Hvalagengd er almennt talsverð eða mikil í Steingrímsfirði og því ætti fjörðurinn að henta vel til hvalaskoðunar. Steingrímsfjörður er einn fjarða og flóa á Íslandi þar sem Hafrannsóknastofnun lagði til að hvalveiðar yrðu bannaðar vegna góðra aðstæðna til hvalaskoðunar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!