Hægir á launahækkunum

Launa­vísi­tala hækkaði um 0,4% milli fe­brú­ar og mars og hef­ur hún nú hækkað um 5% frá því í mars í fyrra. Stöðugt hef­ur þó hægt á hækk­un­ar­takt­in­um frá apr­íl­mánuði 2016, þegar árs­hækk­un­in náði há­marki í 13,4%. Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Land­bank­an­um að launa­hækk­un­ar­takt­ur­inn sé því nú ekki ósvipaður því sem var á ár­un­um 2012 til 2015.

Bent er á að nú­gild­andi kjara­samn­ing­ar hafi verið fram­lengd­ir um eitt ár í fe­brú­ar sl. Það hafi falið í sér að laun hækkuðu að jafnaði um 4,5% 1. maí og gildi samn­ing­ur­inn áfram munu laun hækka um 3% 1. maí 2018. „Eins og oft hef­ur verið nefnt var stefnt að því með Salek-sam­komu­lag­inu að hækk­un launa­kostnaðar færi ekki fram úr 32% frá árs­lok­um 2014 fram til árs­loka 2018. Hækk­un launa­vísi­tölu frá árs­lok­um 2014 fram til mars 2017 er orðin 20,8%. Sé áður­nefnd­um áfanga­hækk­un­um bætt við fæst launa­hækk­un upp á 30% þannig að svig­rúmið er næst­um full­nýtt þegar eitt og hálft ár er eft­ir af samn­ingn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

DEILA