Gránar í fjöll

Maímánuður hefur verið með mildasta móti á Vestfjörðum. Hlýtt hefur verið í veðri og tíðin almennt fremur góð. Síðustu dagar hafa þó verið helst til blautir. Nú á síðasta degi mánaðarins þegar sumarið sjálft er rétt formlega að hefjast með 1.júní innan nokkurra klukkustunda ber svo við að gránað hefur í fjöll í Skutulsfirði. Veðurspá dagsins frá Veðurstofu Íslands kveður á um norðaustan 10-15 m/s og rigningu, einkum á svæðinu norðanverðu, en dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Á morgun ríkir norðaustanáttin áfram og heldur hvassari eða 13-18 m/s  með rigningu. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig og verður hitastig fremur lágt næstu daga, þó dragi úr úrkomu um helgina.

annska@bb.is

DEILA