Ekkert ferðaveður í dag

Blint á fjallvegum í dag.

Veður verður með versta móti í dag. Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. Vegagerðin telur líklegt að þjóðvegi eitt verði lokað milli Hellu og Hafnar í Hornafirði eftir hádegi vegna óveðurs. Vegfarendur eru varaðir við því að ana út í óvissuna. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að versta hríðarveðrið verði á Vestfjörðum, 20-25 m/ og mjög blint, einkum á Gemlufallsheiði, Steingrímsfjarðarheiði, á Klettshálsi og Þröskuldum. Dregur úr ofankomu seinnipartinn en lægir ekki að ráði fyrr en í nótt. Dálítið snjófjúk verður á öðrum fjallvegum og NA 13-18 m/s.  Í Öræfum hvessir með morgninum, þar verða vindhviður allt að 45 m/s frá hádegi og litla breytingu er að sjá þar allt til morguns. Eins er hætt við sandfoki á Skeiðárársandi.  Undir Eyjafjöllum verður líka hvasst í dag og hætt við hviðum 35-40 m/s, einkum frá því um miðjan dag.

DEILA