Árlegir vortónleikar Ernis

Árlegir vortónleikar Ernis

Karlakórinn Ernir heldur árlega vortónleika á sunnudag og mánudag. Kórinn ríður á vaðið með tónleikum í Félagsheimilinu í Bolungarvík á sunnudag kl. 15. Seinni tónleikar dagsins verða kl. 20 í Ísafjarðarkirkju og á mánudagskvöld kl. 20 verða tónleikar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Stjórnandi kórsins er Beáta Joó og undirleikari er Pétur Ernir Svavarsson. Í byrjun júní heldur kórinn til Kanada og syngur á tónleikum á Íslendingaslóðum í Gimli og Winnipeg.

Karlakórinn Ernir varð til er kórarnir í Bolungarvík, Þingeyri og Ísafirði sameinuðust árið 1983.
Eftir nokkurra ára dvala var ákveðið að blása lífi í kórinn að nýju haustið 2002. Efldist hann síðan ár frá ári og fetar nú nýjar jafnt sem hefðbundnar leiðir í tónlistarflutningi sínum.

DEILA