Útsvarinu verði skipt milli sveitarfélaga

Til álita kem­ur að móta til­lög­ur um skipt­ingu út­svars milli sveit­ar­fé­laga þegar ein­stak­ling­ur vinn­ur í öðru sveit­ar­fé­lagi en þar sem hann á lög­heim­ili. Þetta kem­ur fram í um­sögn Byggðastofn­un­ar við þings­álykt­un­ar­til­lögu nokk­urra þing­manna um skipt­ingu út­svar­stekna milli sveit­ar­fé­laga. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að skipaður verði starfs­hóp­ur sem kanni mögu­leik­ann á skipt­ingu út­svar­stekna milli tveggja sveit­ar­fé­laga. Kannað verði hvort ein­stak­ling­ar ættu að greiða hluta út­svars til sveit­ar­fé­lags þar sem þeir eiga frí­stunda­hús eða jörð, þó þeir eigi lög­heim­ili í öðru sveit­ar­fé­lagi, sem fær all­ar tekj­ur af út­svari hans í dag.

Í umsögn Byggðastofn­unar kemur fram að að verk­efni hóps­ins ætti að vera víðtæk­ara og hann skoði einnig til­vik þar sem ein­stak­ling­ur flyt­ur lög­heim­ili en sam­kvæmt nú­gild­andi regl­um fell­ur allt út­svar á flutn­ings­ár­inu til ann­ars sveit­ar­fé­lags­ins en skipt­ist ekki milli sveit­ar­fé­lag­anna fyr­ir og eft­ir flutn­ing. Þá kem­ur eins og fyrr seg­ir einnig til álita að mati Byggðastofn­un­ar að mótaðar verði til­lög­ur um skipt­ingu út­svars­ins ef ein­stak­ling­ur vinn­ur í öðru sveit­ar­fé­lagi en þar sem hann á lög­heim­ili.

DEILA