Skífuþeytarar heima úr héraði

Það verður sveitt stemning í Kampaskemmunni um helgina.

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hefur verið þekkt fyrir ákveðna formfestu, en skipuleggjendur hafa þó ekki verið hræddir við breytingar ef góðar hugmyndir fæðast. Eftir einungis fjóra daga hefst fjórtánda Aldrei fór ég suður hátíðin og í ár verður sú nýlunda að plötusnúðar heima úr héraði munu láta ljós sitt skína. Allir eru þeir þekktari fyrir önnur störf en að þeyta skífum, má þar nefna Dj. Baldur Smára Einarsson, formann bæjarráðs Bolungarvíkurkaupstaðar, Dj. Höllu Míu Ólafsdóttur, fréttakonu RÚV á Vestfjörðum og Dj. Herra Hammond einnig þekktur sem Guðmundur Heiðar Gunnarsson tónlistarspekúlant með meiru.

„Það er alltaf smá bið á milli hljómsveita þó við reynum okkar besta til að halda vel á spöðunum og keyra tempóið áfram. Okkur datt í hug að það væri gaman að binda dagskrána saman með því að fá skífuþeytara heima úr héraði og allir sem við töluðum við tóku þessu ótrúlega vel og voru til í geimið,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri Aldrei fór ég suður.

Plötusnúðarnir sem koma fram eru:

  • Gló
  • Gulli Diskó
  • Halla Mia
  • Rúna Esra
  • Baldur Smári
  • Helga Þórdís
  • Ylfa Mist
  • Herra Hammond.

Það verður enginn svikinn af þessu lænöppi:

 

 

 

DEILA