Kólnar í dag

Í gær kom hlýtt loft yfir landið úr suðri með tilheyrandi rigningarsudda. Hlýja loftið víkur í dag, því kuldaskil fara yfir landið. Áður en dagurinn er liðinn munu allir landshlutar hafa fengið úrkomu og það verður ýmist rigning, slydda eða snjókoma. Veðurstofan spáir sunnan 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag og 4-8 stiga hita. Snýr sér í vestlægari átt um hádegi með slyddu snjókomu og kólnandi veðri. Vaxandi norðanátt seint annað kvöld með snjókomu.

DEILA