Hlýnar í kvöld með ofankomu

Veðurstofa Íslands spáir austanátt á Vestfjörðum í dag, 8-15 m/s, með snjókomu síðdegis en slyddu eða rigningu syðst í kvöld. Lægir til morguns. Á morgun má gera ráð fyrir vaxandi norðaustlægri átt, fyrst norðantil, með snjókomu eða slyddu. Norðaustan 10-18 m/s annað kvöld. Hiti verður í kringum frostmark í dag en heldur mildara á morgun. Á föstudag kveður spáin fyrir landið á um suðaustan 8-15 m/s. Víða verður rigning og hiti 3 til 8 stig, en norðaustan 10-15 m/s og slydda eða snjókoma nyrst á landinu og hiti nálægt frostmarki.

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru lokaðar, einnig er ófært í Árneshrepp.

annska@bb.is

DEILA