Endurbætur á Sundlaug Flateyrar

Framkvæmdir á Flateyri Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson

Sundlaugin á Flateyri hefur nú verið lokuð í nokkra daga og verður væntanlega lokuð bróðurpartinn af næstu viku. Ástæðan er viðhald og endurbætur á húsnæði og pottum. Galli reyndist vera í efni á hliðum og botni nýju útipottana og hefur það verið fjarlægt af hliðum og vonast er til að það dugi. Bláa mjúka kurlið reyndist gefa frá sér mikinn lit og þar að auki var full mikil flótti í því sem ekki er mjög hollt fyrir frárennsli frá pottunum. Rennihurðin út á útisvæðið var sömuleiðis frekar til vandræða og nú á að ráða bót á því.

Lagfæring á útipottum. Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson
Nýr 12 manna pottur. Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson

Fjárfest hefur verið í 12 manna innipotti í stað þess gamla sem var orðinn ónýtur.

Til stendur að ljúka framkvæmdum fyrir páska enda gestkvæmt á Flateyri eins og annarsstaðar yfir hátíðarnar.

 

PÁSKAOPNUN 2017 Á Flateyri

Þriðjudagur 11. apríl 13:00 – 19:00

Miðvikudagur 12. apríl 13:00 – 19:00

Skírdagur 13. apríl 13:00 – 19:00

Föstudagur 14. apríl 13:00 – 19:00

Laugardagur 15. apríl 13:00 – 19:00

Páskadagur 16. apríl 11:00 – 17:00

Mánudagur 17. apríl LOKAÐ

 

Bryndís

 

DEILA