Allar líkur á að sumar og vetur frjósi saman

Veðurstofa Íslands spáir suðvestan 10-18 m/s og slydduéljum á Vestfjörðum í dag, en snjókomu í kvöld og nótt. Hiti verður í kringum frostmark. Á morgun má búast við norðvestan 5-10 m/s og éljum á morgun en norðaustan 3-8 m/s seinnipartinn. Styttir upp og lægir um kvöldið. Frost 0 til 4 stig. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum en víðast greiðfært á láglendi. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á morgun er sumardagurinn fyrsti og segir í íslenskri þjóðtrú að ef sumar og vetur frjósa saman aðfaranótt hins fyrsta sumardags þá boði það gott sumar og verða að teljast talsverðar líkur á að það gerist á Vestfjarðakjálkanum. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta: Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.

annska@bb.is

DEILA