Aflaverðmæti minnkaði um 80%

Aflaverðmæti íslenskra skipa var 1,9 milljarðar króna í janúar, rúmlega 80 prósentum minna en í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Sjómannaverkfall stóða allan mánuðinn og skýrir það samdráttinn. Verkfallinu lauk 19. febrúar.

Í tilkynningu Hagstofunnar kemur fram að engum uppsjávarafla var landað í janúar og verðmæti botnfiskafla, flatfiska og skeldýra hafi verið umtalsvert minna en í janúar í fyrra. Þá hafi enginn afli verið sjófrystur eða fluttur út í gámum í janúar.

Þegar litið er til tólf mánaða tímabils frá febrúar 2016 til janúar í ár var aflaverðmæti tæpum 26 milljörðum minni en á sama tímabili árið á undan, samdrátturinn nemur rúmum 17 prósentum.

smari@bb.is

 

DEILA