Um fjögur þúsund undirskriftir – efna til bráttufundar

Fundarmenn gengu af fundi með Ögmundi fyrir fimm árum. Mynd: Helgi Bjarnason.

Um fjögur þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að hnekkja ákvörðun samgönguráðherra um að fresta framkvæmdum við nýjan Vestfjarðaveg í Gufudalssveit. Samkvæmt samgönguáætlun áttu 1.200 milljónir að fara til verksins í ár. Enn er beðið eftir áliti Skipulagsstofunar á umhverfismati framkvæmdarinnar. Eins og kunnugt er féll veglínan í gegnum Teigsskóg í umhverfismati fyrir 11 árum. Fyrir tveimur árum fékk Vegagerðin heimild til að endurskoða umhverfismatið.

Að baki undirskriftasöfnuninni stendur Haukur Már Sigurðsson, verslunarmaður á Patreksfirði. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir honum að áhugamenn um vegabætur á Vestfjörðum hyggjast efna til baráttufundar með íbúum og þingmönnum á næstunni. Fyrir fimm árum var haldinn frægur íbúafundur með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra. Boðskapur Ögmundar um að hætta við vegagerð í Teigsskógi og einblína heldur á jarðgöng undir hálsana í Gufudalssveit í framtíðinni féll ekki í betri jarðveg en svo að fundarmenn gengu af fundir og skildu ráðherra og fylgdarlið hans eftir.

DEILA