Tónleikar til styrktar orgelsjóði Hólskirkju

Hólskirkja

Á sunnudaginn verða stórtónleikar haldnir í Hallgrímskirkju til styrktar orgelsjóði Hólskirkju í Bolungarvík og hefjast þeir klukkan 16:00.  Á vefnum vikari.is kemur fram að í langan tíma hafi staðið til að endurnýja orgelið í Hólskirkju enda sé það komið til ára sinna. Bolvíkingar og aðrir velunnarar kirkjunnar hafa um nokkurt skeið safnað fyrir nýju orgeli og vonir standa til að með tónleikunum á sunnudaginn verði komist nær því að ljúka fjármögnun á nýju orgeli.

Fjölbreytt efnisskrá er á tónleikunum, þar munu til dæmis koma fram Karlakórinn Esja, Anna Þuríður, Bjarmar Gunnlaugsson og María Ólafsdóttir.

Sóknarprestur Hólskirkju, séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir mun ávarpa samkomuna en dagskráin í heild sinni lítur svona út:

Birgir Olgeirsson, söngur og gítar
Margrét Hannesdóttir, sópran
Saga Matthildur, söngur / Halldór Gunnar Pálsson, gítar
Anna Þuríður, söngur / Bergrós Halla Gunnarsdóttir, gítar
Björn Thoroddssen, heimsklassagítarleikari
Feðginin Benni Sig og Karolína Sif
Karlakórinn Esja
Gissur Páll Gissurarson, tenór
María Ólafsdóttir, söngkona og Eurovisionfari
Bjartmar Guðlaugsson
Þorgils Hlynur Þorbergsson fer með stutta bæn

bryndis@bb.is

DEILA