Þingmenn kjördæmisins funda vegna Teigsskógs

Vegagerðin vill fara leið Þ-H en Skipulagsstofnun mælir með leið D2.

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, hefur boðað til fundar hjá þingmönnum kjördæmisins í kvöld vegna álits Skipulagsstofnunar á vegagerð í Gufudalssveit. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kemur til þingmannafundarins og þar á að ræða álit Skipulagsstofnunar og viðbrögð Vegagerðarinnar við honum. „Vandlega þarf að fara yfir úrskurðinn. Í mínum huga er samt skýrt að Vegagerðin mun geta sótt um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Reykhólahrepps,“ segir Haraldur.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kemur til þingmannafundarins og þar á að ræða álit Skipulagsstofnunar og viðbrögð Vegagerðarinnar við honum. „Vandlega þarf að fara yfir úrskurðinn. Í mínum huga er samt skýrt að Vegagerðin mun geta sótt um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Reykhólahrepps,“ segir Haraldur.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar í gær kom fram að stofnunin hyggst sækja um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps.

Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að óskaleið Vegagerðarinnar, sem er í gegnum Teigsskóg og þverar Djúpafjörð og Gufufjörð, sé líkleg til að hafa í för með sér talsverð til veruleg neikvæð umhverfisáhrif sem ekki sé hægt nema að takmörkuðu leyti að fyrirbyggja eða draga úr með mótvægisaðgerðum. Skipulagsstofnun mælir með jarðgöngum undir Hjallaháls og vegi yfir Ódrjúgsháls og segir þann kost best uppfylla markmið laga um mat á umhverfisáhrifum um að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum framkvæmda. Sú leið er hinsvegar rúmlega fjórum milljörðum dýrari en vegurinn í gegnum Teigsskóg.

smari@bb.is

DEILA