Pálmar hlaut menningarverðlaun DV

Þingeyringurinn Pálmar Kristmundsson og samstarfsfólk hans hjá PKdM arkitektum hlutu á dögunum menningarverðlaun DV í byggingarlist fyrir hátækniverksmiðju Alvogen í Vatnsmýrinni. Er þetta annað árið í röð sem stofan hlýtur verðlaunin, en Pálmar er margverðlaunaður fyrir verk sín. Pálmar ólst upp á Þingeyri og flutti hann nýverið aftur í fjörðinn fagra þar sem hann hefur útbúið sér heimili í gömlu steypustöðinni að Söndum, en hann á og rekur PKdM arkitekta í Reykjavík.

Að mati dómnefndar menningarverðlauna DV er nýbygging Alvotech, sem er hluti af skipulagi Vísindagarða í Vatnsmýrinni, einstaklega fallegt dæmi um velheppnaða samvinnu og metnað allra þeirra aðila sem komu að verkinu, bæði á hönnunar- og framkvæmdatíma, sem skilaði af sér vönduðu og fagmannlegu handverki.

Hér má lesa umfjöllun dómnefndar í heild sinni.

annska@bb.is

DEILA