Mýrarboltinn verður í Bolungarvík

Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í Bolungarvík um verslunarmannahelgina. Mótið var fyrst haldið árið 2004 á Ísafirði, langoftast í Tungudal. Vísir greinir frá að mótið í sumar verði haldið á þremur völlum sem verða settir upp nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík, sem er við íþróttahúsið og sundlaugina. Búið er að staðfesta að hljómsveitin SSSól og rapparinn Emmsjé Gauti muni koma fram á hátíðinni en lokahófið verður í Félagsheimilinu í Bolungarvík ásamt dansleikjum hátíðarinnar.

Þá er búið að ganga frá ráðningu drullusokks, en það heiti ber mótsstjóri Mýrarboltans, sem verður enginn annar en altmúlígmaður Bolungarvíkur, sjálfur Benni Sig.

smari@bb.is

DEILA