Ljósleiðaravæðing í Reykhólahreppi

Reykhólar.

Á dögunum boðaði sveitarstjórn Reykhólahrepps til íbúafundar þar sem áform um ljósleiðaravæðingu hreppsins var kynnt. Til stendur að leggja tæpa 74 km af ljósleiðara og tengja hann á tæpum 80 stöðum og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 80 milljónir króna. Hreppurinn hefur fengið framlag vegna framkvæmdanna frá verkefninu Ísland ljóstengt og til viðbótar sérstakan byggðastyrk en kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður 35 milljónir. Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps.

Reiknað er með að ljúka verkinu á þessu ári.

Ísland ljóstengt er opinbert átaksverkefni um byltingu í bættum fjarskiptum og markmiðið er að 99,9% heimila og fyrirtækja á landinu hafi innan fárra ára aðgengi að 100 Mb/s þráðbundinni tengingu.

bryndis@bb.is

DEILA