Katla Vigdís og Ásrós í úrslit Músíktilrauna

Vestfirska dúettinn Between Mountains var önnur tveggja hljómsveita sem komst áfram á öðru undanúrslitakvöldi Músíktilrauna sem fram fór í Hörpu í gærkvöldi. Between Mountains kemur frá Suðureyri og Núpi í Dýrafirði og samanstendur af þeim Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur og Ásrós Helgu Guðmundsdóttur. Hljómsveitin er enn ung að aldri og hefur í raun einungis verið starfrækt í um mánaðartíma, en hún var stofnuð áður en þær Katla Vigdís og Ásrós kepptu í undankeppni fyrir  Söngkeppni Samfés á Ísafirði og höfðu þar sigur. Þær tóku svo þátt í Söngkeppni Samfés og í framhaldi af henni Músíktilraunum þar sem þær voru valdar af áhorfendum í úrslit sem fram fara 1.apríl.

Katla Vigdís sem er 14 ára semur lögin og textana fyrir hljómsveitina, hún spilar á hljómborð og syngur og Ásrós sem er 16 ára syngur og spilar á xylófón. Þess má til gamans geta að bræður Kötlu Vigdísar sem eru í hljómsveitinni Rythmatik sigruðu Músíktilraunir árið 2015.

Hér má hlusta á þær stöllur.

annska@bb.is

DEILA