Ísborgin nýskveruð

Ísborgin í slipp í Njarðvík. Mynd: Skipamyndir Emils.

Hún ber aldurinn vel, Ísborg ÍS 250, þrátt fyrir að eiga ekki nema tvö ár í sextugt. Ísborgin hefur verið í slipp Njarðvík og var sett niður í gær. „Það var verið að mála og gera klárt,“ segir Arnar Kristjánsson útgerðarmaður. Arnar segir að fljótlega verði haldið á úthafsrækjuveiðar. Ísborgin var smíðuð í A-Þýskalandi árið 1959, einn hinna svokölluðu tappatogara. Alls voru smíðuð 12 skip fyrir Íslendinga af þessari gerð og Ísborg er það eina sem enn er í útgerð.

Smári

DEILA