Hæg breytileg átt í dag

Það verður hæg breytileg átt fram eftir degi á Vestfjörðum, skýjað með lítilsháttar slyddu seinnipartinn samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Vindur gengur í norðaustan 3-10 í kvöld og nótt og á morgun má búast við norðaustan 3-8 m/s á morgun og þá léttir til seinnipartinn. Hiti í dag og á morgun verður að 5 stigum að deginum. Á föstudag kveður spáin fyrir landið á um hæga breytilega átt og úrkomulítið verður, en norðan kalda við norðurströndina og él um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir, einkum á fjallvegum.

annska@bb.is

DEILA