Gistináttaskatturinn ekki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Fram­kvæmda­sjóður ferða­manna­staða verður ekki lengur fjár­magn­aður með gistin­átta­skatti, sam­kvæmt drögum að frum­varpi um breyt­ingar á lögum um sjóð­inn. Þá munu ferða­manna­staðir í opin­berri eigu ekki lengur geta sótt um styrki í sjóð­inn heldur ein­göngu ferða­manna­staðir í einka­eigu eða eigu sveit­ar­fé­laga. Sam­kvæmt núgild­andi lögum fær fram­kvæmda­sjóður ferða­manna­staða 3/5 hluta þeirra tekna sem ríkið fær af gistin­átta­skatti. Fyrir jól var gistin­átta­skatt­ur­inn þre­fald­aður úr 100 krónum á hverja selda ein­ingu í 300 krónur á hverja selda gistin­átta­ein­ingu. Sú breyt­ing tekur gildi 1. september 2017 og að óbreyttu hefði fram­kvæmda­sjóð­ur­inn fengið tals­vert hærri fram­lög af fjár­lögum, en gert var ráð fyrir því að auknar tekjur rík­is­ins af hærri gistin­átta­skatti yrðu 300 millj­ónir á þessu ári og 1,2 millj­arðar á næsta ári.

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður fram­lag rík­is­sjóðs í fram­kvæmda­sjóð­inn ákveðið á fjár­lög­um, og sjóð­ur­inn fær því ekki mark­aðar tekjur af gistin­átta­skatti.

DEILA