Gefa frá sér unglingameistaramótið

Skíðasvæðið í Tungudal.

Unglingameistaramót Íslands á skíðum verður ekki haldið á Ísafirði. „Við treystum okkur ekki til að halda það vegna snjóleysis og neyðumst til að gefa það frá okkur. Það eru frábærar aðstæður á gönguskíðasvæðinu en það vantar talsverðan snjó til að halda mót í alpagreinum og snjóbrettum,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, formaður Skíðafélagsins. Hólmfríður Vala segir þetta vissulega vera leiðinlega niðurstöðu því undirbúningur var kominn vel af stað og hugur í fólki. „Við erum búin að sækja um að halda landsmót á næsta ári og geri ráð fyrir að við sækjum um unglingameistaramót 2019,“segir hún.

smari@bb.is

DEILA