Ferðamenn versla lítið í Ríkinu

Áfeng­isneysla ferðamanna fer fyrst og fremst fram á vín­veit­inga­stöðum. Þannig námu út­gjöld ferðamanna á bör­um hér á landi um 2,5 millj­örðum króna á síðasta ári sem ger­ir um 1.400 krón­ur á hvern ferðamann. Þetta sam­svar­ar því að hver ferðamaður hafi að meðaltali keypt sér rúm­lega einn bjór á bar hér á landi á síðasta ári. Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans á versl­un og þjón­ustu sem greint er frá í Morgunblaðinu

Til sam­an­b­urðar var korta­notk­un er­lendra ferðamanna í ÁTVR um 829 millj­ón­ir króna eða þriðjung­ur af neysl­unni á bör­um. Tölu­verður hluti áfeng­isneyslu fer einnig fram á veit­inga­stöðum og er hluti ÁTVR því enn minni en ætla má af of­an­greindu. Ef gert er ráð fyr­ir að um 30% af reikn­ingi á veit­inga­hús­um sé áfengi fer hlut­fall þess áfeng­is sem ferðamenn kaupa í gegn­um ÁTVR niður í 11,6%.

smari@bb.is

DEILA