Bolvíkingar sigruðu Vestfjarðariðilinn í Skólahreysti

Skólahreystilið Grunnskóla Bolungarvíkur sem sigraði Vestfjarðariðil keppninnar. Mynd:

Fyrsti keppnisdagur Skólahreysti 2017 fór fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ fyrir fullu húsi í gær. Í Vestfjarðariðli keppninnar tókust á fjórir skólar, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn á Hólmavík og Grunnskólinn á Suðureyri. Það var Grunnskóli Bolungarvíkur fór með sigur af hólmi í riðlinum og tryggði sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Liðið sigraði allar einstaklingsgreinarnar og varð í öðru sæti í hraðakeppninni. Vala Karítas Guðbjartsdóttir sigraði í armbeygjum og hreystigripi, Flóki Hrafn Markan sigraði í upphífingum og dýfum og Kristján Logi Guðbjarnason og Jónína Arndís Guðjónsdóttir urðu í öðru sæti í hraðakeppninni

Eftir fyrsta keppnisdag í Skólahreysti eru fjórir skólar komnir með þátttökurétt í úrslitakeppni Skólahreysti sem fram fer í beinni útsendingu í Laugardalshöll 26.apríl, áðurnefndir Bolvíkingar, Grunnskóli Stykkishólms, Lindaskóli og Laugalækjarskóli.

annska@bb.is

DEILA