Bjartmar spilar í Bolungarvík

Bjartmar Guðlaugsson

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson verður með tónleika í Félagsheimili Bolungarvíkur á laugardagskvöld. Bjartmar  er flestum að góðu kunnur fyrir tónlist sína en hann hefur samið ógrynni af þekktum lögum sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi. Bjartmar var einn vinsælasti tónlistarmaður á Íslandi á níunda áratugnum og sló hann rækilega í gegn árið 1987 þegar hann gaf út vinsælustu plötu sína Í fylgd með fullorðnum. Í Bolungarvík mun Bjartmar flytja öll sín bestu lög og verður að sjálfsögðu með lag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn, með í farteskinu.

Að loknum tónleikum, eða í kringum miðnættið mun Danstríó Vestfjarða stíga á svið og spila fram á nótt. Húsið opnar kl 21:00 og er miðaverð kr 2.500.

annska@bb.is

DEILA