Áframhaldandi éljagangur

Fram eftir degi verður suðvestan átt 8-13 m/s á Vestfjörðum og él framan af degi samkvæmt spá Veðurstofunnar, en lægir smám saman er líða tekur á daginn. Á morgun snýr vindur sér í norðaustan átt og bætir aftur í vind og má búast við 8-15 m/s og éljum á morgun, hvassast á annesjum. Hiti í dag verður nálægt frostmarki, en kólnar fram til morguns og verður 0 til 5 stiga frost annað kvöld.

Á Vestfjörðum er víða hálka, snjóþekja eða hálkublettir, en þæfingur og éljagangur er á Klettshálsi samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

annska@bb.is

DEILA